Heyrnartól, græjur og gleði.
Ég er óttalegur græjukall. Elska hljómtæki af öllum stærðum og gerðum. Ég hef einstakan veikleika fyrir gömlum hljómtækjum og ekki verra ef að ljósblár bjarmi stafi af þeim.
Síðustu ár hef ég legið yfir síðum hérna í Danmörku og leitað uppi "græjur" sem fólk er að losa sig við. Ég hef þarna fundið gersemar frá Yamaha, Pioneer, Jacobsen, Bose, Jamo og fleiri. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt.
Seinasti sigur á þessum vígvelli eru svo nýju heyrnartólin mín. Ég lá yfir netsíðum og las dóma og ráðleggingar. Blátönn eða ei. Eftir miklar pælingar endaði ég á plain Jane heyrnartólum. Ekkert blátannardæmi, bara einföld snúra. Sony MDR 1 A
Nú er ég búinn að testa þetta aðeins og nördast eitthvað. Spectrumið á þessum tólum er það vítt að liggur frá 3 Hertzum upp í 100 þúsund. Ég skal viðurkenna það að ég var nú ekkert að spá í þessu fyrir þessi kaup. En svona spectrum er maður ekki að finna í blátannartólum. Vissulega væri gott að fá Noice canceling, en eftir síðustu tvær vikur af notkun sé ég ekki eftir neinu. Maður heyrir lægstu tóna svo tært og skýrt að það er hrein unun, eins og að sjúga á Nóa konfekts mola og sötra á Remy Martin koníaki í leiðinni.
Þurfti bara að koma þessu frá mér.
kveðja,
A
Síðustu ár hef ég legið yfir síðum hérna í Danmörku og leitað uppi "græjur" sem fólk er að losa sig við. Ég hef þarna fundið gersemar frá Yamaha, Pioneer, Jacobsen, Bose, Jamo og fleiri. Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt.
Seinasti sigur á þessum vígvelli eru svo nýju heyrnartólin mín. Ég lá yfir netsíðum og las dóma og ráðleggingar. Blátönn eða ei. Eftir miklar pælingar endaði ég á plain Jane heyrnartólum. Ekkert blátannardæmi, bara einföld snúra. Sony MDR 1 A
Nú er ég búinn að testa þetta aðeins og nördast eitthvað. Spectrumið á þessum tólum er það vítt að liggur frá 3 Hertzum upp í 100 þúsund. Ég skal viðurkenna það að ég var nú ekkert að spá í þessu fyrir þessi kaup. En svona spectrum er maður ekki að finna í blátannartólum. Vissulega væri gott að fá Noice canceling, en eftir síðustu tvær vikur af notkun sé ég ekki eftir neinu. Maður heyrir lægstu tóna svo tært og skýrt að það er hrein unun, eins og að sjúga á Nóa konfekts mola og sötra á Remy Martin koníaki í leiðinni.
Þurfti bara að koma þessu frá mér.
kveðja,
A
Ummæli